Er hún Reykvíkingur ??

Ég hef áður sett spuningarmerki við það að stúlkur utan Reykjavíkur séu að taka þátt, en þessi sigurvegari er hvorki í símaskrá né Íslendingabók, annað hvort er nafnið rangt eða þá er um útlending að ræða.  Þó að ég búi ekki í Reykjavík finnst mér þetta skrumskæling á þessari keppni, sem ér er reyndar ekki hrifinn af almennt.

Ég auglýsi því eftir uppl. um hver þessi manneskja er. Nafnið Magdalena er algengt í austur Evrópu, er reyndar Biblíunafn, ágætis nafn í rauninni.


mbl.is Magdalena Dubik kjörin ungfrú Reykjavík
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Björgvin Gunnarsson

Hverskonar fordómar eru í gangi hérna?!?! Hún er upprunalega frá Austur-Evrópu en býr á Íslandi núna, stundar nám í FÁ, hvað er þá vandamálið? Mega íslendingar sem fæddir eru í öðrum löndum ekki keppa í svona keppnum?

Björgvin Gunnarsson, 28.2.2009 kl. 10:16

2 Smámynd: Hjalti Garðarsson

Sammála þér Björgvin.

Ég vona það að þú hafir ekki verki með þessum fordómum þínum Baldur.

Hjalti Garðarsson, 28.2.2009 kl. 10:19

3 identicon

Þessi stúlka á pólska foreldra en hefur alltaf alist upp hér á landi. Hún er Íslendingur á allan þann hátt sem þú ert það.

Guðrún Geirs (IP-tala skráð) 28.2.2009 kl. 10:55

4 Smámynd: Baldur Garðarsson

Hvers konar geðvonska er þetta ?? Er kreppan að pirra ykkur ??

Ég bendi einingis á að keppnin eigi að vera fyrir Reykvíkinga. 2. sætið er úr Kópavogi og 3. sætið úr Vestmannaeyjum. Halló !! Hvar er metnaður Reykvíkinga ??

Ef sigurvegarinn er með lögheimili í Reykjavík (frá skráningu í keppnina) er þetta í lagi, annars ekki að mínu mati. Því spurði ég sakleysislega hvaða manneskja þetta sé, óþarfi að úthrópa mig sem einhvern rasista þó ég vilji vita meira um sigurvegarann ( sem er ekki skráður í Íslendingabók ).

Baldur Garðarsson, 28.2.2009 kl. 11:32

5 identicon

Ég geri ráð fyrir að foreldrar hennar séu Alina og Zbigniew, tónlistarmenn. Ég held örugglega að þau búi í Reykjavík - vinna allavega bæði þar.

Bragi Þór Valsson (IP-tala skráð) 28.2.2009 kl. 11:40

6 identicon

Það eru ýmsir sem ekki eru skráðir í Íslendingabók, enda er það aðeins ættfræðiskráning sem þar fer fram, en ætti ekki að vera notað sem einhvers konar sönnunargagn yfir hverjir megi kalla sig Íslendinga.

Það er heldur ekkert undarlegt við að stúlkan sé ekki skráð í símaskrána, það eru langt frá því allir sem skráðir eru þar, hvað þá fólk á þessum aldri.

Ég er reyndar sammála því að þátttakendur ættu að hafa lögheimili á þeim stað sem þeir keppa fyrir, en þetta er pínu snúið mál gagnvart nágrannasveitarfélögum höfuðborgarinnar, eins og t.d. Kópavogi og Hafnarfirði. Ekki er boðið upp á keppni fyrir hönd þeirra sveitarfélaga og því ósköp eðlilegt að stúlkur þaðan fái að keppa með Reykvíkingum. Mér finnst í raun að það ætti að kalla þetta ungfrú höfuðborgarsvæði, eins óþjált og það nú hljómar.

Svona þar fyrir utan, þá er ég nú reyndar ákaflega lítill aðdáandi þessarar keppnar og finnst þessi gripasýning með því hallærislegasta sem fundið hefur verið upp. Væri meira en lítið til í að leggja þennan fáránlega viðburð niður og þá gætum við hin líka hætt að karpa um hvaðan þátttakendur eru... ;)

Sigurrós (IP-tala skráð) 28.2.2009 kl. 12:29

7 Smámynd: Leiðinlegi gaurinn

Vaaaáá... Hversu mikið fífl er hægt að vera?

Drögum bara þá ályktun að hún sé pólverji af því að hún heitir Magdalena.

ÍSLAND FYRIR ÍSLENDINGA! Áfram Bubbi Morthens og Höddi Torfa.

Það þarf ekkert að fokking rökræða þetta, hún er bull heit og var stödd í Reykjavík þegar keppnin fór fram.

Leiðinlegi gaurinn, 28.2.2009 kl. 12:47

8 identicon

Hún er víst í Íslendingabók! (undir Magdalena Dubik) Þú segist ekki vera fordómafullur en ef þú værir það ekki myndirðu ekki vera að hafa áhyggjur af svona hlutum. Skipuleggendur keppninnar töldu hana vera nógu mikinn "Íslending"/"Reykvíking" til að taka þátt og það ætti að vera nóg. Við ættum bara að vera stolt af því að fá svona fallegt, gáfað og listrænt fólk hingað til landsins. Hún er sjálfsagt mun merkilegri og meiri fengur fyrir þjóðfélagið en 90% af innfæddum, "hreinræktuðum" Íslendingum.

Erekkisama (IP-tala skráð) 28.2.2009 kl. 14:04

9 Smámynd: ThoR-E

Voðaleg pólítisk rétthugsun er hér í gangi.. maðurinn er að spurja hvort þetta sé Reykvíkingur... og hvort þeir sem lentu í sæti 2 og 3 ættu ekki að vera reykvíkingar sem og allir sem tóku þátt í keppninni í Reykjavík..

Og núna er hann bara bölvaður rasisti..

Leitiði ykkur hjálpar...

ThoR-E, 28.2.2009 kl. 14:48

10 Smámynd: Baldur Garðarsson

Nenni ekki að svara einhverjum nóbodíum, sem koma ekki einu sinni fram undir réttu nafni, skrifa kolvitlausa íslensku og eru ekkert nema geðvonskan, sorrý. Umræðan er greinilega á of háu plani fyrir þessa aðila.

Annars er stúlkan í Íslendingabók, þegar betur er að gáð (hefur e.t.v. verið sett þar inn í dag) og er líklega búsett í Reykjavík, svo þá ættu allir að vera ánægðir. Um ríkisborgararétt eða atvinnuleyfi veit ég ekki. Umræðum lokið af minni hálfu, hafið þið það gott öll saman, BG

p.s. annars er rétt að leggja þessar keppnir niður, sammála Sigurróu.

Baldur Garðarsson, 28.2.2009 kl. 15:18

11 identicon

Hún er ættuð frá Póllandi en hefur búið í Reykjavík nánast allt sitt líf. Man ekki hvort að hún fæddist hérna eða ekki. Hún og foreldrar hennar eru íslenskir ríkisborgarar. Pabbi hennar var kennarinn minn þegar ég var yngri, byrjaði hjá honum þegar ég var 9 ára (er 26 ára í dag) og þá talaði hann góða íslensku svo hann hefur verið búinn að vera hérna í einhvern tíma fyrir það.

Hún er búin að vera úti í námi svo það getur vel verið að lögheimili sé tímabundið skráð úti eða að hún sé með aðsetur skráð þar. En forldrar hennar búa í Rvk og hafa alltaf gert.

Margrét (IP-tala skráð) 28.2.2009 kl. 15:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband