22.4.2009 | 14:14
Hver borgar brúsann ?
Vilja þessir ágætu herramenn segja á sér frekari deili, ásamt því að upplýsa þjóðina hvaða fyrirtæki borgar birtingarkostnaðinn ?
Áhugahópur um endurreisn kemur í ljós | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Vísindi og fræði | Facebook
Athugasemdir
Hversvegna eiga þeir að veara að því? Mætti ég ekki setja heilsíðuauglýsingu í blað án þess að ævisaga mín og fjármála upplýsingar fylgdu með.
Ekta Sovétt hugsunarháttur. Vilja kanski vinstri menn koma hér um KGP eða STASÍ leyniþjónustu sem passar upp á að þegnarnir tjái sig bara um það sem þeim er þóknanlegt.
Björn Indriðason, 22.4.2009 kl. 14:28
Björn. Það gefur augaleið að viðkomandi aðilar hafi fengið styrk frá fyrirtæki og/eða stjórnmálaflokki til að birta þessa auglýsingu.
Hönnun og birting á svona heilsíðu hleypur á hundruði þúsunda, eitthvað sem enginn heilvita maður myndi leggja út fyrir einungis til að bregða fæti fyrir tveimur stjórnmálaflokkum. Eða hvaða hagsmuna hafa þessir aðilar að gæta annars?
Engin Sovíett-lykt af þessu. Púrað útspil frá XD sem ætti að sjá sómann sinn í að viðurkenna þennan fúla verknað.
Frekar desperat ef ég má tjá mig um það sjálfur.
Maður spyr sig.
Sigmar S. (IP-tala skráð) 22.4.2009 kl. 15:25
Það er lítið mál að hanna svona sjálfur og auglýsingin er ekki svo dýr. Helsta vandamál dagblaða í dag er að fá auglýsingar greiddar og ef menn eru tilbúnir að borga fyrirfram þá má fá góða díla á auglýsingum.
Annars er ég sammála Bjössa það á ekki að skipta máli hver er á bakvið þetta á meðan skilaboðin eru rétt. Enn hafa vinstriflokkarnir ekki getað sýnt fram á að þetta sé ekki af þeirra vörum.
Vilhjálmur Andri Kjartansson (IP-tala skráð) 22.4.2009 kl. 15:29
Skilaboðin eru þarna í besta falli villandi og kostnaðurinn fyrir birtingu á svona auglýsingu er á milli 200 og 300þ. kr. ef menn ná sérstökum dílum. Það má svo margfalda það með birtingafjöldanum, sem ég hef ekki á reiðum höndum.
Ergo. miklir fjármunir þarna í gangi sem einstaklingar splæsa ekki út í loftið afþvíbara.
Var það ekki bara Guðlaugur Þór sem spæsti?
Sigmar S. (IP-tala skráð) 22.4.2009 kl. 16:14
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.